Guinness mílan uppfærsla

Hæ hæ allir bloggvinir, eins og þið lásuð á föstudaginn fór ég í leiðangur að drekka átta Guinness bjóra á átta börum. Við byrjuðum á Dubliner þar sem bjórinn var svona 6/10 og stemningin var ekki minn tebolli, mjög hávær tónlist og þau spiluðu bara skrítin remix af tónlist frá svona 2010, til dæmis var eitt remix af Pumped Up Kicks.

Næst var leiðinni heitið á The Drunk Rabbit og þar þótti mér yndislegt að vera. Þar var trúbador að spila tónlist en ég skal segja ykkur það að þetta var enginn venjulegur trúbador sem spilar á gítar og syngur, þessi spilaði á fiðlu. Guinnessinn var líka töluvert betri á Drunk Rabbit, kannski svona 8/10 en ég viðurkenni það að þrátt fyrir að þetta var bara Guinness númer 2 af 8 þá var ég strax farin að eiga erfitt. Maginn var farinn að fyllast en ég kláraði nú samt bjórinn og við héldum á næsta stað; English Pub.

Stemningin þar kom mér skemmtilega á óvart, þar var hefðbundinn trúbbi að spila og orkan inni á barnum var hlý og góð. Hér fékk ég mér þriðja Guinnessinn en í þetta skipti fékk ég Kristján til að aðstoða mig aðeins við að klára hann. Stundum þykir mér auðvelt að drekka Guinness og mikið af honum en svo var ekki þetta kvöld. Kannski ef ég hefði bara haft aðeins meiri tíma þá hefði þetta verið aðeins auðveldara. En mílan bíður ekki eftir neinum og nú var förinni heitið á Danska.

Ég ákvað á leiðinni að fá mér ekki Guinness þar, ég ætlaði að taka pásu, en áður en ég vissi var ég komin á barinn, pantandi Guinness sem ég fékk svo í Gull glasi... Konan sem afgreiddi mig afsakaði þetta, hún sagði að það væri metsala í Guinness hjá þeim þetta kvöld svo það voru ekki til nein fleiri Guinness glös. Þegar hún tjáði mér þetta fylltist ég stollti frekar en gremju og hélt út til þess að drekka bjórinn minn. Nú var hópur þátttakanda orðinn töluvert stærri, ég myndi segja að þarna vorum við orðin um það bil 30 manns. 30 manns með 30 Guinnessa. Á þessum tímapunkti var ég orðin aðeins of ölvuð til þess að dæma gæði bjórsins, eina sem ég gat hugsað um var hvernig ég ætti að klára hann án þess að kasta upp. Ég var allt of södd. Á einhverjum tímapunkti fór ég á klósettið sem er ekki frá sögu færandi en mig langaði nú samt að vekja athygli á því hversu léleg klósettin eru á Danska barnum. Þar er eitt klósett fyrir konur og FIMM pissuskálar fyrir karla. Og það er líka mjög mikil pissulykt þarna oj barasta. En jæja ég náði ekki að klára bjórinn minn hér, ég tók hann samt með mér í Gull glasinu og drakk á meðan við gengum á Ölstofuna.

Nú var ég sko algjörlega á því að ég ætlaði EKKI að fá mér annan Guinness, ég bara gat það ekki, en viti menn, það fyrsta sem ég sá þegar ég gekk inn á barinn var pabbi minn, með útréttan handlegg, réttandi mér Guinnessinn sem hann hafði keypt fyrir mig rétt í þessu. Hvað gat ég gert? Ég varð að drekka hann. Það var mjög gaman á Ölstofunni og hópur Guinness drekkanda var orðinn ennþá stærri. Við vorum öll saman í liði. Jú, það var erfitt að drekka svona mikinn Guinness svona hratt, en við vorum öll saman í þessu. Eftir ákveðin erfiði náði ég nokkurn veginn að klára bjórinn minn, ég skildi bara smá eftir í botninum eins og ríkt miðaldra fólk gerir alltaf. Nú fórum við á Lebowski.

Ég fór reyndar aldrei inn á Lebowski. Ég sat í tröppunum hinu megin við barinn og drakk dósabjór (lager ekki Guinness...) með Írisi. Ég bara gat engan veginn meiri Guinness. Við sátum og spjölluðum og pissuðum. Þetta var pásan sem ég þurfti. Næst var Irishman.

Nú var ég algjörlega búin að kúpla mig úr mílunni og fékk mér vatnsglas. Það var samt yndislegt á Irishman, tveir trúbbar og svaka stuð. Þrátt fyrir það var ég farin að finna á mér að mig langaði bráðum heim. Ég þorði samt ekki að segja neitt, mig langaði alveg að þrauka og komast alla vega á alla staðina þótt ég fengi mér ekki bjór. En þá komu Kristján og pabbi til mín og stungu upp á að fara í taxa heim. Ég þurfti enga sannfæringu. Við stoppuðum næsta taxa og brunuðum heim. Íris og Kjartan komu með okkur og fóru út í Garðabæ á leiðinni.

Þegar ég kom heim var ég sátt. Ég hafði gert mitt allra besta og ég hafði verið trú sjálfri mér. Ég er ekki leið að ég náði ekki að drekka átta Guinnessa á átta stöðum. Ég drakk um það bil fimm Guinnessa á fimm stöðum og mér finnst það mjög flott. Og líka ég græddi geggjað glas sem ég get notað í skólanum undir vatn.

 

Kveðja Ísabella

 

P.s. Ég var að komast að því að það er hægt að fá Sims 3 frítt á mac!!! Spilaði fullt í gær og gellan mín lenti í ýmsum ævintýrum sem ég mun kannski segja ykkur bloggvinum frá bráðum laughing

 

 

kiss


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katla Björk Gunnarsdóttir

Fimm guinnessar eru heavy mál. Alveg töff að ná að klára þá. Hefði samt verið epískt að ná átta en gengur bara betur næst. coolcoolcool 

Þetta er líka mjög gagnleg útlisting á guinnes sölustöðum Reykjavíkur. Sjálf er ég orðin spennt að fara á drunken rabbit og English pub. 

OG ÓMÆ SIMS 3!!!! Það er langlanglanglangbest sims.

Katla Björk Gunnarsdóttir, 17.9.2023 kl. 20:51

2 Smámynd: Bjartur Elí Ragnarsson

Guiness🤝😎

Bjartur Elí Ragnarsson, 17.9.2023 kl. 22:56

3 Smámynd: Elín Elísabet Einarsdóttir

góður árangur, stóðst þig vel

Elín Elísabet Einarsdóttir, 17.9.2023 kl. 22:58

4 Smámynd: Jens Guð

Takk fyrir upplýsingarnar.  Gott að vita.

Jens Guð, 18.9.2023 kl. 08:24

5 Smámynd: Ráðhildur Ólafsdóttir

Góð lestning einstaklega góð um borð strætó í Vilníus gömlu borginni þinni!

vel gert! 

Ráðhildur Ólafsdóttir, 19.9.2023 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fjórtán?
Nota HTML-ham

Höfundur

Ísabella Lilja
Ísabella Lilja
Athafnakona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • höfrungur
  • íslenskur víkingur
  • Guinness bjór
  • screenshot 2023-09-13 at 14 05 49.png
  • screenshot 2023-09-13 at 13 55 13.png

336 dagar til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband