Mašurinn meš ljįinn: 2. hluti - Nżr mašur

Ķ fyrsta hlutanum fórum viš yfir örlög Landgraab strįksins en hvaš tók viš? Hvaš gerši Landgraab fjölskyldan ķ kjölfar daušans? Komst Zachary ķ hellinn stóra? Hvaš er aš fara aš gerast viš manninn meš ljįinn? Žessum spurningum veršur öllum svaraš hér, nśna.

Žegar mašurinn meš ljįinn hafši lokiš verki sķnu hóf hann göngu sķna į brott, vęntanlega ķ leit aš nęstu vesęlu sįl. En nś lį eitthvaš į hjarta allra sem höfšu veriš višstaddir, žaš sem hafši gerst ķ dag į Landgraab heimilinu var alls ekki ķ lagi. Bęši fjölskylda Landgraab strįksins og Zachary uršu svo skelfingu lostin ķ nįvist daušans og mannsins meš ljįinn aš strįkur missti lķf sitt. Enginn slökkti eldinn, enginn žorši aš grįtbišja manninn meš ljįinn um aš taka ekki sįl strįksins, enginn gerši neitt. Eftirsjįin mallaši ķ möllum allra. Žessari hegšun varš aš breyta, saman žurftu žau einhvern veginn aš komast yfir žennan ótta og Zachary vissi nįkvęmlega hvernig. 

Rétt įšur en aš mašurinn meš ljįinn yfirgaf lóšina tók Zach skyndiįkvöršun. Mašurinn meš ljįinn varš aš vera eftir til žess aš žau gętu öll unniš saman śr žessu vandamįli og žaš var bara ein leiš til aš hindra brottför hans; Zachary bauš manninum meš ljįinn aš gerast mešlimur fjölskyldu sinnar og flytja inn į heimili žeirra. Žetta boš kom manninum meš ljįinn óvörum og hann vissi ekki alveg hvernig hann ętti aš bregšast viš. Zach śtskżrši fyrir honum aš žetta yrši gott fyrir manninn meš ljįinn, hann gęti oršiš félagslega fęrari, kynnst fólki og oršiš ómissandi hluti samfélagsins. Ef fólk fęri aš sjį hann sem mann meš tilfinningar og drauma myndi fólk hętta aš óttast hann. Mašurinn meš ljįinn višurkenndi aš honum žętti leišinlegt hve illa fólk kynni viš hann og, viti menn, hann samžykkti tillöguna. Nś samanstóš fjölskylda Zachary af honum, Zoey, barninu Spy og manninum meš ljįinn.

Aš žessu loknu fór Zach loks ķ hellinn og veiddi bęši fiska og froska. Mašurinn meš ljįinn staldraši viš į Landgraab heimilinu. Hann hugsaši um žaš sem Zach hafši sagt viš hann, aš hann yrši aš reyna aš eignast vini og vera félagslegri. Žrįtt fyrir aš tilhugsunin um aš setja žetta ķ verk gerši hann dįlķtiš kvķšinn įkvaš hann samt aš reyna. Hann gekk aš Nancy Landgraab, kynnti sig og heilsaši henni eins vinalega og hann var fęr um. Nancy var greinilega sorgmędd, hafandi misst son fyrir um žaš bil klukkutķma eša svo, en hśn tók ķ höndina į honum, brosti og kynnti sig; "Sęll, ég heiti Nancy Landgraab, gaman aš kynnast žér." Žessi višbrögš komu manninum meš ljįinn į óvart, hann bjóst viš reiši eša hręšslu, en žaš sem hann vissi ekki var aš Nancy langaši lķka aš komast yfir óttann sinn. Hana langaši aš gefa manninum meš ljįinn séns. Žau ręddu saman um daginn, soninn og sorgina. Mašurinn meš ljįinn huggaši Nancy og žau grétu saman. Žau tölušu um įhugamįl sķn og komust aš žvķ aš žau įttu nokkur sameiginleg. Įšur en žau vissu höfšu žau veriš aš ręša saman ķ tęplega žrjįr klukkustundir. Hvert hafši tķminn fariš? Žeim kom greinilega mjög vel saman, kannski ašeins of vel…

 

(framhald veršur birt sķšar)

 

kiss

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Elķn Elķsabet Einarsdóttir

Wow žvķlķkt TWIST

Elķn Elķsabet Einarsdóttir, 14.9.2023 kl. 13:00

2 Smįmynd: Katla Björk Gunnarsdóttir

Zach er alveg aš standa sig ķ žessari sögu, en ég er samt ekki komin į Zachary-lestina. Mašurinn meš ljįinn er samt aš egia spennandi karakter-arc. Vil heyra meira um hann:-)

    -Kv Katla

Katla Björk Gunnarsdóttir, 15.9.2023 kl. 10:02

Bęta viš athugasemd

Hver er summan af žremur og ellefu?
Nota HTML-ham

Höfundur

Ísabella Lilja
Ísabella Lilja
Athafnakona
Jan. 2025
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nżjustu myndir

  • höfrungur
  • íslenskur víkingur
  • Guinness bjór
  • screenshot 2023-09-13 at 14 05 49.png
  • screenshot 2023-09-13 at 13 55 13.png

336 dagar til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband