Ung kona verður fyrir því hræðilega óhappi að fá sveppasýkingu á milli tánna

Ung kona verður fyrir því hræðilega óhappi að fá sveppasýkingu á milli tánna. Þessi unga kona er ég og þessar tær eru mínar. Nánar tiltekið eru þetta vísifingurstáin og löngatangartáin á hægri fæti. Samkvæmt Vísindavefnum heita þessar tær reyndar Háa-Þóra og Stutta-Píka. Vísindavefurinn gefur ekki frekari skýringu á þessum nöfnum. Ég tók málið í mínar eigin hendur og sendi Vísindavefnum fyrirspurn rétt í þessu; Hvers vegna heitir miðjutáin Stutta-Píka? Ég hef aldrei sent fyrirspurn á Vísindavefinn áður þannig að ég veit ekki hversu lengi ég mun þurfa að bíða eftir svari en ég vona að biðin verði ekki löng. Ég er svo forvitin en samt ekki nógu fortvitin til að googla Sutta-Píka. Mig langaði reyndar heldur ekki að googla itchy wet skin between toes en ég gerði það samt. Tinea Pedis. Það er fræðilega heitið á því sem mig grunar alla vega að sé í gangi á fætinum mínum. Þessi sveppasýking er líka þekkt sem foot ringworm á ensku. Hringormur á fætinum. Þegar ég las þetta lokaði ég flipanum og opnaði Sims. Gellan mín í Sims er mjög nett. Hún heitir Zoey Spy og barnið hennar heitir Eye Spy. Zoey Spy er geimvísindakona og geimfari og hún er með eldflaug í garðinum hjá sér. Húsið og garðurinn er sko bæði líka ógeðslega flott, ég byggði allt sjálf. Hún er líka mjög góð í garðyrkju, hún er komin í level 9 og þegar hún kemst í level 10 þá get ég látið hana verða að plöntumanneskju. Þá verður húðin hennar græn og hárið hennar verður að laufblöðum. Hún mun ekki þurfa að borða lengur vegna þess að hún mun geta ljóstillífað. Mjög spennandi og skemmtilegt. En eins skemmtilegt og þetta er allt saman er ég ekki að skemmta mér nóg til þess að gleyma hvað mig klæjar mikið á milli tánna. Ég googla meira. Ég sé aftur foot ringworm. Ég ímynda mér pinkulítinn orm sem skreið á milli tánna minna og ákvað að búa þar. Hann vaknar á morgnana og skríður um og borðar húðina mína. Hann er líka veikur eða eitthvað og gefur mér sýkingu. Kannski er þetta konuormur sem var ólétt þegar hún flutti á fótinn minn og núna er hún búin að eignast lítil ormabörn sem skríða öll um fótinn minn. Þau eru líka veik út af mömmunni og dreifa sýkingunni. Kannski eru þau að leika sér einhvern tímann og hoppa yfir á hinn fótinn minn og dreifa sýkingunni þangað. Kannski klóra ég mér í fætinum einhvern tímann og lítill barnaormur stekkur á puttann minn og svo klóra ég mér óvart á nefinu án þess að vera búin að þvo hendurnar og ormurinn stekkur þangað og dreifir sýkingunni yfir allt andlitið mitt. Andlitið mitt verður allt út í blautri flagnandi klæjandi húð sem dreifist síðan um allan líkamann minn. Kannski er þetta ekki einu sinni sveppasýking kannski er þetta eitthvað annað. Kannski er ég með einhvern fáránlegan sjúkdóm sem enginn fær nema ég. Eins og konan í fréttunum um daginn kannski er ég eins og hún. Kannski skrifar einhver frétt um mig á Vísi og allir lesa hana og hugsa vá aumingja hún. En ég er búin að setja krem á fæturnar svo ég verð bara að bíða og sjá.

 

kiss


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og nítján?
Nota HTML-ham

Höfundur

Ísabella Lilja
Ísabella Lilja
Athafnakona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • höfrungur
  • íslenskur víkingur
  • Guinness bjór
  • screenshot 2023-09-13 at 14 05 49.png
  • screenshot 2023-09-13 at 13 55 13.png

336 dagar til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband