13.9.2023 | 16:20
Strumparnir - Ég á lítinn hvolp (á ensku)
Bloggar | Breytt 14.9.2023 kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2023 | 11:42
Maðurinn með ljáinn: 1. hluti - Hamagangur á Landgraab heimilinu
Ég kynntist manninum með ljáinn í Sims. Þar - líkt og í raunveruleikanum - er hann birtingarmynd dauðans og almenningur óttast hann. Ég gerði það líka. En það átti allt eftir að breytast.
Einu sinni fór Zachary Eye, þáverandi kærasti Zoey Eye (núverandi eiginmaður og barnsfaðir) í leiðangur til Oasis Springs. Þar leynist nefnilega risastór hellir en til þess að komast að honum verður maður að ganga fram hjá og á bak við heimili Landgraab fjölskyldunnar. Zach var einmitt að því þegar hann varð var við einhvern hamagang og læti, einhver var í uppnámi. Hann ákvað að rannsaka þetta frekar og áttaði sig á því að upptök látanna voru í garðinum hjá Landgraab fjölskyldunni. Sonur Nancy og Geoffrey Landgraab hafði verið að grilla mat úti þegar grillið sprakk og sonurinn varð alelda. Þegar Zach áttaði sig á þessu tók skelfing við og tíminn stóð í stað. Fjölskylda stráksins hafði verið inni þegar óhappið átti sér stað en þegar þau urðu vör við eldinn hlupu þau á brott úr hræðslu í stað þess að slökkva hann. Þegar Zach náði áttum hljóp hann rakleiðis til stráksins, Hjálpaðu mér hjálpaðu mér! öskraði strákurinn á hann. Skyldi Zach verða hetja og bjarga honum? Nei. Zach horfði bara á greyið strákinn og öskraði úr skelfingu. Strákurinn brann til dauða. Landgraab fjölskyldan var nú barninu færra. En hryllingurinn var samt ekki yfirstaðinn. Nú mátti búast við komu hins óttalega manns með ljáinn og jú, hann birtist örfáum mínútum eftir dauða stráksins. Hann mætti með eitt verkefni fyrir stafni; að sækja sál barnsins. Landgraab fjölskyldan og Zachary urðu stjörf þegar þau sáu hann svífa fram hjá sér. Hann sveif ákveðinn, beint að stráknum. Hann starði á líkið, þögull, svo lyfti hann ljánni og sló henni niður að stráknum. Um leið og ljárinn kom við líkið hvarf það og í stað þess birtist ker með ösku Landgraab stráksins. Nú var þetta búið, eða hvað? Maðurinn með ljáinn vissi það ekki en lífið hans átti eftir að gjörbreytast þennan dag...
(Annar hluti verður birtur síðar)
Myndskýringar, vinstri til hægri: Maðurinn með ljáinn, nokkrir meðlimir Landgraab fjölskyldunnar (Geoffrey Landgraab lengst til vinstri og Nancy Landgraab lengst til hægri)
Bloggar | Breytt 27.9.2023 kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.9.2023 | 10:10
Paul Newman, Svikahrappurinn og Tom Cruise
Vinsældir kjuðaíþróttarinnar púl tóku dýfu eftir seinni heimsstyrjöldina en árið 1961 breyttist allt þegar kvikmyndin The Hustler eða Svikahrappurinn kom út með Paul Newman í aðalhlutverki. Newman leikur púl-töffarann Eddie Felson sem býr yfir miklum hæfileikum en glímir líka við sjálfseyðingarhvöt. Hrokinn hans verður til þess að hann skorar á púl-meistarann Minnesota Fats (leikinn af Jackie Gleason) en hann gjörsigrar Eddie. Nú er Eddie blankur og þjálfaralaus og stendur frammi fyrir því að endurheimta sjálfstraustið sitt og púl-hæfileika. Það er ekki fyrr en að hann tapar öllu að hann ákveður að slást í för með hinum misskunnarlausa púlþjálfara Bert Gordon. Ferill Eddies er á uppleið en hann áttar sig fljótt á því að framinn gæti kostað hann sálina, og mögulega kærustuna líka. Flestir þekkja þessa sögu en það kann að koma einhverjum lesendum á óvart að hvert einasta púl-skot í myndinni er framkvæmt af leikurunum sjálfum (Paul Newman og Jackie Gleason) nema eitt skot; massé skotið (þegar kúlu er skotið í tvær kúlur sem fara ofan í sömu holu). Það var framkvæmt af Willie Mosconi (William Joseph Mosconi eða Herra Vasa Billjard) en hann er talinn vera einn besti púl-íþróttamaður sögunnar. Á árunum 1941 til 1957 sigraði hann heimsmeistarakeppnina í beinu púli nítján sinnum. Eftir útgáfu kvikmyndarinnar ruku upp vinsældir púl á ný, púl-rými fjölguðu samhliða klinkpúlborðum sem ýttu undir spilun íþróttarinnar. Fagpúlíþróttamenn urðu svo vinsælir að andlitsmyndir þeirra voru prentaðar á sígarettupakka. En þrátt fyrir vinsældir Svikahrappans og blómstursskeið púls sem hófst eftir útgáfu kvikmyndirinnar tók púl hins vegar aðra dýfu í vinsældum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar á meðan á Víetnam stríðinu stóð. En Paul Newman lét þetta ekkert á sig hafa og árið 1986 kom út önnur kvikmynd, The Color of Money eða Peningalitur sem var framhaldskvikmynd Svikahrappans. Í þetta skipti hafði Paul stórstjörnuna Tom Cruise með sér í liði. Newman birtist aftur á silfurskjánum sem púl-töffarinn Eddie Felson. Nú finnur hann hinn unga og efnilega púlspilara Vincent Lauria (leikinn af Tom Cruise) á bar og sér yngri útgáfu af sjálfum sér í honum. Í von um að endurvekja gömlu góðu dagana býðst Eddie til þess að kenna Vincent að verða svikahrappur. Vincent hikar aðeins en samþykkir að lokum. Eddie fer með Vincent og kærustu hans Carmen (leikin af Mary Elizabeth Mastrantonio) á púlferðalag um Bandaríkin til þess að Vincent geti æft sig. Hins vegar hefur Vincent tilhneigingu til þess að monta hæfileika sína aðeins of mikið á púlbörunum. Aðrir leikmenn taka eftir honum og hafa ekki áhuga á að spila við hann, þar með tapar Vincent tækifærum til þess að græða pening. Þetta leiðir að átökum á milli Eddie og Vincent. Þessi kvikmynd hafði farsæl áhrif á púlsenuna og flottir púlstaðir opnuðu víða. Síðan þá hefur þeim bara fjölgað og púlspilurum sömuleiðis.
Paul Newman að spila púl sem Eddie Felson í Svikahrappnum
Jackie Gleason að spila púl sem Minnesota Fats í Svikahrappnum
William Joseph Mosconi að spila púl
Tom Cruise að halda á kjuða sem Vincent Lauria í Peningalit
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ung kona verður fyrir því hræðilega óhappi að fá sveppasýkingu á milli tánna. Þessi unga kona er ég og þessar tær eru mínar. Nánar tiltekið eru þetta vísifingurstáin og löngatangartáin á hægri fæti. Samkvæmt Vísindavefnum heita þessar tær reyndar Háa-Þóra og Stutta-Píka. Vísindavefurinn gefur ekki frekari skýringu á þessum nöfnum. Ég tók málið í mínar eigin hendur og sendi Vísindavefnum fyrirspurn rétt í þessu; Hvers vegna heitir miðjutáin Stutta-Píka? Ég hef aldrei sent fyrirspurn á Vísindavefinn áður þannig að ég veit ekki hversu lengi ég mun þurfa að bíða eftir svari en ég vona að biðin verði ekki löng. Ég er svo forvitin en samt ekki nógu fortvitin til að googla Sutta-Píka. Mig langaði reyndar heldur ekki að googla itchy wet skin between toes en ég gerði það samt. Tinea Pedis. Það er fræðilega heitið á því sem mig grunar alla vega að sé í gangi á fætinum mínum. Þessi sveppasýking er líka þekkt sem foot ringworm á ensku. Hringormur á fætinum. Þegar ég las þetta lokaði ég flipanum og opnaði Sims. Gellan mín í Sims er mjög nett. Hún heitir Zoey Spy og barnið hennar heitir Eye Spy. Zoey Spy er geimvísindakona og geimfari og hún er með eldflaug í garðinum hjá sér. Húsið og garðurinn er sko bæði líka ógeðslega flott, ég byggði allt sjálf. Hún er líka mjög góð í garðyrkju, hún er komin í level 9 og þegar hún kemst í level 10 þá get ég látið hana verða að plöntumanneskju. Þá verður húðin hennar græn og hárið hennar verður að laufblöðum. Hún mun ekki þurfa að borða lengur vegna þess að hún mun geta ljóstillífað. Mjög spennandi og skemmtilegt. En eins skemmtilegt og þetta er allt saman er ég ekki að skemmta mér nóg til þess að gleyma hvað mig klæjar mikið á milli tánna. Ég googla meira. Ég sé aftur foot ringworm. Ég ímynda mér pinkulítinn orm sem skreið á milli tánna minna og ákvað að búa þar. Hann vaknar á morgnana og skríður um og borðar húðina mína. Hann er líka veikur eða eitthvað og gefur mér sýkingu. Kannski er þetta konuormur sem var ólétt þegar hún flutti á fótinn minn og núna er hún búin að eignast lítil ormabörn sem skríða öll um fótinn minn. Þau eru líka veik út af mömmunni og dreifa sýkingunni. Kannski eru þau að leika sér einhvern tímann og hoppa yfir á hinn fótinn minn og dreifa sýkingunni þangað. Kannski klóra ég mér í fætinum einhvern tímann og lítill barnaormur stekkur á puttann minn og svo klóra ég mér óvart á nefinu án þess að vera búin að þvo hendurnar og ormurinn stekkur þangað og dreifir sýkingunni yfir allt andlitið mitt. Andlitið mitt verður allt út í blautri flagnandi klæjandi húð sem dreifist síðan um allan líkamann minn. Kannski er þetta ekki einu sinni sveppasýking kannski er þetta eitthvað annað. Kannski er ég með einhvern fáránlegan sjúkdóm sem enginn fær nema ég. Eins og konan í fréttunum um daginn kannski er ég eins og hún. Kannski skrifar einhver frétt um mig á Vísi og allir lesa hana og hugsa vá aumingja hún. En ég er búin að setja krem á fæturnar svo ég verð bara að bíða og sjá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 13. september 2023
Nýjustu færslur
- 15.11.2023 Maðurinn með ljáinn: 5. hluti - Nancy kemur í heimsókn
- 15.11.2023 Knattspyrnumaður númer 1 myndbönd
- 15.11.2023 Maðurinn með ljáinn: 4. hluti - Ósætti á Eye heimilinu
- 2.11.2023 Knattspyrnumaður númer 1 trailer
- 27.10.2023 Pása liðin
Bloggvinir
91 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar