15.11.2023 | 18:26
Maðurinn með ljáinn: 5. hluti - Nancy kemur í heimsókn
Í síðasta hluta þessarar sögu 'gisti' maðurinn með ljáinn fyrstu nótt sína á Eye heimilinu (hann sefur ekki). Zoey er ósátt og hefur mótað áætlun til þess að myrða manninn með ljáinn, en til þess að allt gangi upp verður hún að láta eins og ekkert sé
Zach vaknaði þegar klukkan var rúmlega 9 um morgun. Zoey var ekki við hlið hans og Spy var heldur ekki í rúminu sínu. Ætli þær hafi farið út? Hann fór á fætur, klæddi sig og gekk fram. Þá heyrði hann að þær voru greinilega niðri, með manninum með ljáinn? Hann hlustaði aðeins, hann heyrði ekki alveg um hvað þau voru að tala en skyndilega hækkaði maðurinn með ljáinn róminn. Eru þau að rífast? Zach dreif sig niður en þá blasti við honum sjón sem kom honum á óvart. Maðurinn með ljáinn, Zoey og Eye sátu saman í sófanum, hlæjandi! Maðurinn með ljáinn hafði verið að segja brandara.
Góðan daginn sagði Zach, örlítið ringlaður.
Nei hæ elskan! sagði Zoey hamingjusöm með Spy í kjöltunni.
Góðan daginn Zach. sagði maðurinn með ljáinn, formlega en samt vinalega.
Hvað eruði að gera? spurði Zach.
Maðurinn með ljáinn var bara að segja okkur ógeðslega fyndinn brandara. Ég eldaði pönnukökur áðan, það er nóg til ef þú ert svangur! sagði Zoey. Í rauninni fannst Zoey brandarinn ekkert fyndinn, þetta var ömurlegur brandari.
Já ókei, geggjað! Zoey hafði greinilega sætt sig við ástandið og gefið manninum með ljáinn séns. Zach var svo stolltur af henni, þetta var æðislegt!
Þá hringdi heimasíminn og Zach svaraði. Halló? Já hæ! Já einmitt, jú, jú hann er hér. Viltu tala við hann? Já, bíddu, hérna Zach rétti fram síman til mannins með ljáinn, Þetta er til þín, þetta er Nancy Landgraab.
Maðurinn með ljáinn fékk sting í magann og tók við símanum. Halló? Hann gekk inn í vinnustofu Zoey til að fá smá næði. Zach og Zoey urðu eftir í stofunni.
Hvað, ertu bara hress? spurði Zach.
Já, veistu, ég vaknaði í morgun og ég ákvað að reyna alla vega að láta þetta ganga. Ég bað manninn með ljáinn afsökunar varðandi hegðun mína í gær og við fórum bara að spjalla, hann er bara mjög vinalegur eftir allt saman. Svo segir hann líka ótrúlega fyndna brandara.
Vá hvað þetta er gott að heyra Zoey. Ég veit að þetta er svolítið mikið en ég kann að meta að þú sért að taka þessu svona. Ég held að þessi sambúð verði ótrúlega góð og lærdómsrík. Þau knúsuðust og Zach fékk sér pönnukökur. Maðurinn með ljáinn kom út úr skrifstofunni.
Heyrðu, Nancy Landgraab vill koma í smá heimsókn, er það í lagi?
Auðvitað! sagði Zach með bros á vör.
Já, auðvitað. Það er nóg til af pönnukökum! sagði Zoey. Zoey þolir sko ekki Nancy Landgraab.
Eftir um það bil fimmtán mínútur var Nancy komin. Hún heilsaði öllum, fékk sér pönnukökur og bað svo manninn með ljáinn um að ræða aðeins við sig. Þau fóru saman inn á vinnustofu Zoey. Á meðan fór Zoey út til þess að vinna aðeins í garðinum. Hún var garðyrkjusnillingur og eyddi löngum stundum úti að sjá um plönturnar sínar. En það sem enginn vissi var að í þetta skipti var hún ekki að hugsa um plönturnar.
Maðurinn með ljáinn og Nancy ræddu saman inni á vinnustofunni.
Ég saknaði þín. sagði maðurinn með ljáinn, vongóður.
Sömuleiðis. sagði Nancy. Hún var leið á svip.
Það var þögn í smá stund. Maðurinn með ljáinn vissi ekki alveg hvað hann ætti að segja, hann vissi ekki hvernig Nancy leið eða hvað hana langaði að gera.
Ég talaði lengi við Geoffrey við við ákváðum að vinna í hjónabandinu okkar
Nancy hélt áfram en maðurinn með ljáinn meðtók lítið. Hjartað hans var gjörsamlega mölbrotið. Hann var svo ástfanginn af Nancy, honum langaði bara að vera með henni. Burt með þennan ömurlega Geoffrey. Æji hann skildi hana og þau svo sem alveg. Geoffrey var alveg fínn gaur. En hvað með það, maðurinn með ljáinn vissi að það væri eitthvað á milli sín og Nancy, hann gat ekki bara kastað því á glæ! Hann sagði það við Nancy.
Nancy, það er eitthvað á milli okkar og þú veist það! Við getum ekki bara kastað því á glæ! Hann sá strax eftir því að hafa sagt þetta, hann vildi virða mörk Nancy. Fyrirgefðu Nancy. Ég skil þig. Þetta er bara erfitt fyrir mig. En þú verður að gera það sem þú vilt gera. Nancy kinkaði kolli.
Þetta er líka erfitt fyrir mig. Mér þykir þetta ótrúlega leiðinlegt. Fyrirgefðu maðurinn með ljáinn. Hún vildi ekki fara að gráta. Hún kyssti manninn með ljáinn á kinnina. Bless, að eilífu. Nancy yfirgaf heimilið og þar með manninn með ljáinn. Nú var hann aleinn eftir. Hann lagðist á gólfið og brotnaði niður.
Hvað gerist næst? Jafnar maðurinn með ljáinn sig á ástarsorginni? Hver er áætlun Zoey og mun henni takast að myrða manninn með ljáinn? Mun Zach gera eitthvað? Öllu þessu verður gert ljóst í næsta hluta Mannsins með ljáinn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2023 | 15:21
Knattspyrnumaður númer 1 myndbönd
Ég glemydi alltaf að birta þessi myndbönd en hér eru þau. Það er annars vegar venjuleg útgáfa og hins vegar sorgleg útgáfa
Kveðja
Í S A B E L L A !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2023 | 15:16
Maðurinn með ljáinn: 4. hluti - Ósætti á Eye heimilinu
Þegar við skildum síðast við Eye fjölskylduna var maðurinn með ljáinn nýmættur á nýja heimilið sitt hjá Eye fjölskyldunni, Zoey til skelfingar. Fyrr um kvöldið hafði Geoffrey Landgraab gengið inn á manninn með ljáinn að kyssa Nancy Landgraab.
Þegar Zoey sá manninn með ljáinn nálgast langaði hana helst að öskra og hlaupa burt, en hún gerði það ekki. Hún tók upp Eye, sem grét ennþá hástöfum, og fylgdist með manninum með ljáinn ganga að dyrum húsins. Hún leit á Zach, reið á svipin, en hún kom ekki upp orði. Maðurinn með ljáinn gekk inn. Hann byrjaði að heilsa Zoey og Eye en áður en hann gat klárað gekk Zoey þögul upp stigann með Eye, inn í svefnherbergi og lokaði á eftir sér. Zach og maðurinn með ljáinn stóðu tveir eftir í anddyrinu.
Ertu viss um að það sé í lagi að ég sé hérna? spurði maðurinn með ljáinn.
Já, auðvitað! svaraði Zach. Þetta kom Zoey bara smá á óvart, en hún mun jafna sig, ég er viss um það. Ég veit að ykkur mun koma vel saman, það er ekki spurning um það. Leyfum henni bara að melta þetta í nótt og spjöllum róleg saman á morgun.
Æji ég veit ekki alveg með þetta
Ekkert svona! Komdu ég skal sýna þér hvar stofan er og svona, þú munt sofa þar í nótt og svo getum við reynt að finna einhverja betri lausn á morgun.
Ég sef ekki. sagði maðurinn með ljáinn.
Já já, auðvitað alveg rétt. Jæja þú mátt alla vega vera í stofunni og hanga í nótt ef þú vilt. Þú mátt gera það sem þú vilt, þú býrð hérna núna!
Maðurinn með ljáinn þakkaði Zach fyrir að vera svona hlýlegur við sig. Zach óskaði honum góða nótt og fór upp. Maðurinn með ljáinn settist í sófann og sat þar í alla nótt, hugsandi. Honum leið örlítið óþægilega með þetta fyrirkomulag, honum langaði alls ekki að Zoey líkaði illa við sig. Hann hugsaði líka til Nancy og Geoffrey, hann saknaði Nancy. Þessa nótt óskaði hann þess að hann gæti bara farið að sofa, þessar tilfinningar voru að buga hann.
Þegar Zach kom upp í svefnherbergi svaf Eye í rimlarúminu sínu og Zoey lá uppi í rúmi. Hann vissi að hún væri samt ekki sofandi.
Zoey? hvíslaði Zach. Hún svaraði ekki. Zoey, ég veit þetta er erfitt núna. En þetta verður allt í lagi, ég lofa því. Á morgun muntu skilja, við getum rætt þetta saman í rólegheitunum.
Hann lagðist upp í rúm við hlið hennar og sofnaði. Zoey gekk ekki eins vel að sofna og honum. Hún lá heillengi, hugsi og hrædd. Hún gat ekki trúað því að á akkúrat þessari stundu var maðurinn með ljáinn inni í stofunni hennar. Hana langaði að hlaupa niður og reka hann burt, en hún þorði því ekki, þetta var jú maðurinn með ljáinn, óttalegasta vera jarðar. Hann gæti bara myrt hana ef hún reyndi að gera eitthvað. Hún hugsaði. Hún varð að finna einhverja leið til að losna við hann og hún gat náttúrulega ekki ráðfært sig við Zach. Asninn Zach. Hvað í ósköpunum var hann að hugsa? Hann hlyti að vera að ganga í gegnum eitthvað. Þau gætu rætt það seinna, en fyrst, burt með manninn með ljáinn. Eftir margra klukkustunda íhugun var Zoey búin að móta áætlun. Hún var ekki alveg viss um að áætlunin myndi ganga, en hún varð að reyna. Hún þyrfti að þykjast kunna vel við hann og láta eins og allt væri í lagi til þess að þetta myndi ganga upp. Engan mátti gruna neitt. Engan mátti gruna að Zoey Eye ætlaði að myrða manninn með ljáinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2023 | 10:09
Knattspyrnumaður númer 1 trailer
Hér er trailerinn minn njótið og commentið! Kveðja Ísabella
P.s. alvöru myndbandið kemur á Youtube í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2023 | 14:04
Pása liðin
Hæ hæ allir bloggvinir. Ég er ekki búin að birta neitt lengi en það er því ég var svo upptekin! En núna er ég ekki eins upptekin lengur og ætla að vera duglegri hér. Ég saknaði ykkar!
Kveðja Ísabella
P.s. Hvað ætliði að vera á Halloween? Ég ætla að vera LADY GAGA!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2023 | 12:44
Georg gírlausi á táknmáli
Svona segir maður Georg gírlausi á íslensku táknmáli!
Hér er líka táknmálssíða sem útskýrir og þar er líka hægt að finna alls konar skemmtilegt
https://is.signwiki.org/index.php/Georg_g%C3%ADrlausi
kveðja Ísabella
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.10.2023 | 12:41
Höfrungar
Ég þoli ekki höfrunga. EN! ég elska ímynduðu hugmyndina af höfrungum. Mér finnst gaman að ímynda mér að höfrungar séu svipað fyrirbæri og einhyrningar. Svona galdradýr sem er ekki til í alvörunni
kveðja Ísabella
p.s. fékk mér hádegismat í kaffiteríunni í skólanum í fyrsta skipti í dag. vegan snitsel nammi namm! :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2023 | 22:22
Maðurinn með ljáinn: 3. hluti - Ástin vaknar (uppfærð útgáfa)
Formáli: Ég birti 3. hluta þessarar sögu í síðasta mánuði en ákvað að uppfæra söguna aðeins til að gera hana betri. Endliega kommentið hvað ykkur finnst og njótið lestursins!
Eins og tryggir lesendur muna skildum við síðast við manninn með ljáinn þegar hann var að eiga óvæn og skemmtileg samskipti við Nancy Landgraab, eftir að hafa samþykkt boð Zachs um að flytja inn á heimili Eye fjölskyldunnar. Samskipti Nancy og mannsins með ljáinn voru vinaleg og þau náðu vel saman, mjög vel.
Þau töluðu um ýmislegt og komust að því að þau hefðu bæði áhuga á matargerð og útivist. Ég elska að vera úti í náttúrunni sagði Nancy. Maðurinn með ljáinn var sammála. Zach hafði komið á einhverjum tímapunkti og látið manninn með ljáinn vita að hann ætlaði heim, hann spurði hvort hann vildi koma með sér en maðurinn með ljáinn vildi vera lengur. Þau töluðu og töluðu og á meðan á samræðunum stóð áttaði maðurinn með ljáinn sig á því að hann var farinn að upplifa einhverjar nýjar tilfinningar sem hann hafði aldrei upplifað áður. Hann var með fiðring í maganum en gat með engu móti sett fingurinn á það sem olli þessu. Skyndilega fékk hann hugdettu, gæti það verið Nancy sem var að hafa þessi áhrif á hann? Hann gat ekki hætt að hugsa um hvað honum þótti hún skemmtileg og falleg. "Bíddu, getur það verið?" hugsaði maðurinn með ljáinn, "Getur verið að ég sé-nei, það getur ekki verið... ég er ekki fær um svoleiðis tilfinninga-" "Hvað ertu að hugsa?" Nancy kippti manninum með ljáinn aftur í raunveruleikann, "Ég sé að þú ert eitthvað utan við þig" sagði Nancy. Maðurinn með ljáinn ákvað að horfast í augu við tilfinningar sínar og berskjalda sig í fyrsta skipti á ævinni. "Nancy... ég veit ekki alveg hvernig ég á að segja þetta en... ég... ég er skotinn í þér." Nancy starði á hann, hún þagði um stund og hvíslaði svo "Mér líður eins gagnvart þér."
Maðurinn með ljáinn trúði þessu ekki, hann fylltist hamingju og tilfinningin streymdi um hann allan. Nancy og maðurinn með ljáinn kysstust ástríðufullum kossi en einmitt á þeirri stundu gekk Geoffrey Landgraab, eiginmaður Nancy, inn í herbergið. Hann trúði varla sínum eigin augum, hvernig gat Nancy gert honum þetta? Og með manninum með ljáinn af öllum! Hann brotnaði niður og grét á gólfinu. Nancy og maðurinn með ljáinn fengu hvort um sig sting í magann úr samviskubiti og maðurinn með ljáinn þótti það best að hann færi heim til sín. Hann gerði sér fulla grein fyrir því að Nancy og Geoffrey þyrftu að ræða saman og maðurinn með ljáinn vildi gefa þeim nóg pláss til þess.
Maðurinn með ljáinn tók taxa á nýja heimilið sitt. Á leiðinni hringsnerust hugsanir í hausnum á honum. Hann var spenntur og miður sín samtímis. Hann fann til með Geoffrey en hann var bara svo skotinn í Nancy að hann gat varla hugsað um annað. Kannski ætti hann að ræða málin við Zach, kannski gæti hann gefið honum einhverja ráðgjöf.
En áður en hann lætur reyna á það ætla ég að segja ykkur frá því hvernig kvöldið þróaðist á Eye heimilinu, á meðan maðurinn með ljáinn var með Nancy.
Þegar Zack var búinn að veiða sneri hann ánægður heim með poka fullan af fiskum og froskum, spenntur að segja Zoey frá veiðinni og nýja sambýlismanni þeirra. Zach gekk inn til sín og Zoey tók vel á móti honum, hún var að elda kvöldmatinn, Spaghetti Bolognese, og litla Spy var að leika sér með eitthvað dót á gólfinu.
Hæ ástin mín! Þú munt ekki trúa því sem gerðist í dag! sagði Zach spenntur.
Nei, hæ elskan! Vá, sama hér! Zoey var nefnilega stjarneðlisfræðingur og geimfari og vinnan hennar fólst í því að fara í geimferðir. Hún hafði farið í slíka ferð þennan dag ein síns liðs og tekið þátt í geimskipakappaksturskeppni sem hún vann. Sem verðlaun fékk hún peninga og geimplöntufræ. Hvað kom fyrir hjá þér? spurði Zoey.
Ókei, þú munt varla trúa þessu byrjaði Zach. Hann sagði henni frá öllu sem hafði gerst, að Landgrabb strákurinn hafi brunnið til dauða, að enginn (þar á meðal Zach) hafi bjargað honum, að maðurinn með ljáinn hafi mætt og að Zach hafi svo boðið honum að flytja inn á heimili þeirra.
Zoey hlustaði áhugasöm á söguna hans til að byrja með, en á meðan Zach sagði frá varð Zoey fyrir höggi af tilfinningum, fyrst varð hún sorgmædd (dauði Landgraab stráksins), svo varð hún fyrir vonbrigðum (aðgerðarleysi allra), svo varð hún óttasleginn (maðurinn með ljáinn) og að lokum fann hún fyrir heift og andstyggð í garð Zachs (maðurinn með ljáinn var að fara að flytja inn til þeirra).
Zach tók eftir því að Zoey var ekki að taka eins vel í þessar fréttir og hann hafði búist við. Hann var alveg að fara að útskýra hvers vegna hann hafði tekið þessa ákvörðun þegar Zoey öskraði á hann.
Ég trúi ekki að þú hafir boðið manninum með ljáinn að flytja inn til okkar. Hvað varstu að hugsa!? Við eigum lítið barn! Hvar ætti hann einu sinni að sofa? Við erum ekki með auka svefnherbergi!
En þú skilur ekki! sagði Zach. Maðurinn með ljáinn sefur aldrei! og brosti í von um að þetta myndi hugga Zoey aðeins.
Þú skalt hringja í manninn með ljáinn núna strax og segja honum að þú hafir hætt við skipaði Zoey Zach. Ég trúi þessu ekki. sagði Zoey og hristi hausinn.
Ég get það ekkert! Skilurðu ekki að ég er að reyna að hjálpa honum! Og okkur!
Zoey var í losti og þagði aðeins á meðan hún var að reyna að meðtaka þetta allt saman. Zach nýtti tækifærið og gerði tilraun til þess að hressa Zoey við. Viltu sjá fisk sem ég veiddi áðan? spurði hann lágróma. Hann dróg fisk úr pokanum sínum og rétti hann fram. Fiskurinn var ennþá smá blautur þannig að Zach missti hann á gólfið, þegar hann beygði sig fram, vandræðalegur, til að taka hann aftur upp stökk froskur úr vasanum hans og hoppaði í áttina að útidyrahurðinni sem stóð ennþá opin.
Zach hljóp í áttina að dyrunum til þess að ná frosknum. Hann var alveg að fara að ná honum, froskurinn sat bara rétt fyrir utan dyrnar. Zoey fylgdist með. Froskurinn leit á Zach, svo á Zoey, og svo í áttina í burtu frá húsinu. Skyndilega stökk hann örlítið og gaf frá sér lítið froskaóp. Hann flúði inn í húsið með hraði. Hvað? hugsaði Zoey Hvað hefur hrætt froskinn svona? Skyndilega byrjaði Spy að hágráta, Zach hljóp til hennar og tók hana upp. Á meðan gekk Zoey að hurðinni, kíkti út í myrkrið og fattaði um leið hvað var í gangi. Einhver vera nálgaðist húsið, svífandi meðfram göngustígnum. Þetta var maðurinn með ljáinn
Hvað gerist næst? Hvernig mun Zoey taka á móti manninum með ljáinn? Sættast Nancy og Geoffrey eða kýs hún manninn með ljáinn? Munu Zoey og Zach sættast? Þessu verður öllu gert ljóst í næsta hluta þessarar sögu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2023 | 12:48
It's all about you með McFly
mcfly með skemmtilegt lag og skemmtilegt myndband með graham norton
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2023 | 11:04
er í tíma
hæ allir er í skapandi skrif tíma núna í skólanum hvað eru þið að gera?
kveðja Í S A B E L L A
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- 15.11.2023 Maðurinn með ljáinn: 5. hluti - Nancy kemur í heimsókn
- 15.11.2023 Knattspyrnumaður númer 1 myndbönd
- 15.11.2023 Maðurinn með ljáinn: 4. hluti - Ósætti á Eye heimilinu
- 2.11.2023 Knattspyrnumaður númer 1 trailer
- 27.10.2023 Pása liðin
Bloggvinir
34 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar